Fótbolti

Eldfljóti Spánverjinn gæti spilað með Arsenal í kvöld

Hector Bellerin.
Hector Bellerin. vísir/getty
Það eru meiðslavandræði í herbúðum Arsenal fyrir leik liðsins í kvöld gegn Dortmund í Meistaradeildinni.

Aðeins þrír af aðalvarnarmönnum liðsins eru heilir heilsu og það er nokkur hausverkur fyrir Arsene Wenger, stjóra liðsins.

Per Mertesacker, Laurent Koscielny og Kiern Gibbs eru allir klárir í bátana en þeir Calum Chambers og Nacho Monreal eru meiddir rétt eins og Mathieu Debuchy. Wenger er að vonast til þess að Chambers geti harkað af sér í kvöld.

Ef ekki þá mun Hector Bellerin líklega þurfa að spila. Það er 19 ára gamall Spánverji sem vakti athygli á dögunum fyrir að slá spretthlaupsmet Theo Walcott hjá félaginu.

„Ég held að Bellerin sé klár í slaginn. Þetta er sterkur karakter og óhræddur við alla pressu. Það er mikilvægur eiginleiki þegar menn eru ungir og eiga að spila stóra leiki," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×