Erlent

Eldflaugum skotið á hótel þar sem ríkisstjórn Jemen heldur til

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hótelið hefur verið notað af stjórninni eftir að yfirráðum í borginni var náð af uppreisnarmönnum Húta.
Hótelið hefur verið notað af stjórninni eftir að yfirráðum í borginni var náð af uppreisnarmönnum Húta. Vísir/AFP
Eldflaugaárás var gerð á hótel í borginni Aden, þar sem forsætisráðherra Jemen og nokkrir aðrir ráðherrar í ríkisstjórn landsins halda til.

BBC greinir frá því að ótilgreindur fjöldi fólks hafi fallið í árásinni, en þó ekki meðlimir stjórnarinnar.

Stjórnin hefur nýtt hótelið frá því að stjórnarherinn náði borginni á sitt vald úr höndum uppreisnarmanna Húta í síðasta mánuði, sem lögðu borgina undir sig í mars síðastliðnum og gerðu ríkisstjórnina útlæga til Sádi-Arabíu.


Tengdar fréttir

Hundrað þúsund manns á flótta

Hálfum mánuði eftir að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hófu loftárásir á uppreisnarmenn í Jemen hafa tugir barna látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×