Erlent

Eldflaugarskoti flýtt í Norður-Kóreu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfirvöld ætla að senda gervihnött á braut umhverfis jörðu.
Yfirvöld ætla að senda gervihnött á braut umhverfis jörðu. vísir/afp
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að flýta fyrirhuguðu eldflaugarskoti sínu, að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu. Talið er hugsanlegt að því verði skotið á loft á sunnudag.

Um er að ræða tilraun Norður-Kóreumanna til þess að koma gervihnetti á braut umhverfis jörðu, sem yfirvöld segja gert í vísindalegum tilgangi. Fyrirhugað var að honum yrði skotið á loft á bilinu 8.- 25. febrúar en yfirvöld í Suður-Kóreu fullyrða nú að það verði eigi síðar en 14. febrúar. Sameinuðu þjóðunum hefur verið tilkynnt um þessar fyrirætlanir. 

Gervihnattamyndir sem teknar voru í vikunni sýna eldsneytisbíla við skotpall í Norður-Kóreu, sem gætu bent til þess að dæling í eldflaugina sé þegar hafin. Ekkert hefur þó verið fullyrt í þeim efnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×