Erlent

Eldar í Ameríku

Jakob Bjarnar skrifar
Slökkviliðsmenn berjast nú, með öllum tiltækum ráðum, við mikla elda sem loga í Washington og Oregon.
Slökkviliðsmenn berjast nú, með öllum tiltækum ráðum, við mikla elda sem loga í Washington og Oregon.
Gríðarlega miklir eldar loga nú í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og hafa hundruð húsa brunnið til kaldra kola.

Eldarnir loga einkum í Washington og Oregon og hafa skemmt þar 400 þúsund hektara í ríkjunum tveimur og eru um 9000 slökkviliðsmenn að berjast við eldana með öllum tiltækum ráðum.

Eldarnir kviknuðu í kjölfar þess að þar gekk yfir mikið þrumuveður og mun vera algengt að eldingar hleypi logum í þurrt skóglendi en sjaldan hefur þetta verið eins umfangsmikið og nú, en neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 20 sýslum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×