Lífið

Eldaðu máltíð upp úr bjór

Kjúklingur með bjórsósu og kartöflum, skolað niður með ísköldum bjór.
Kjúklingur með bjórsósu og kartöflum, skolað niður með ísköldum bjór.
Kjúklingur með hunangsbjórsósu

Fyrir 4





2 tsk. olía

4 kjúklingabringur

3 skalottlaukar, skornir fínlega

125 ml bjór

2 msk. sojasósa

1 msk. Dijon-sinnep

1 msk. hunang

2 msk. fersk steinselja

Svartur pipar og salt

1. Hitaðu olíu í pönnu yfir miðlungshita. Kryddaðu bringurnar með pipar og salti og settu á heita pönnuna. Steiktu í um 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru fulleldaður. Taktu kjötið af pönnunni, settu á disk og álpappír yfir.

2. Settu skalottlaukinn út á pönnuna og eldaðu í um eina mínútu. Hrærðu saman í skál bjórnum, sojasósunni, sinnepinu og hunanginu og skelltu svo út á pönnuna með lauknum. Láttu suðuna koma upp og hrærðu öllu saman með spaða eða sleif. Leyfðu þessu að malla í um þrjár mínútur.

3. Settu kjúklinginn aftur á pönnuna, baðaðu hann í sósunni og sáldraðu steinseljunni yfir.

Gott er að bera réttinn fram með kartöflumús og fersku salati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×