Erlent

El Chapo lýsir yfir sakleysi sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Joaquin "El Chapo“ Guzman í Juarez í Mexíkó, áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna í gær.
Joaquin "El Chapo“ Guzman í Juarez í Mexíkó, áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Vísir/AFP
Fíkniefnabaróninn Joaquin „El Chapo“ (Sá stutti) Guzman lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í Bandaríkjunum í dag. Hann er sakaður um að hafa stýrt einum stærstu fíkniefnasmyglsamtökum heims frá Mexíkó á sínum tíma. Samtökin kölluðust Sinaloa Cartel og spiluðu þau og Guzman stórt hlutverk í fíkniefnaátökunum í Mexíkó sem minnst hundrað þúsund manns hafa látið lífið í.

Minnst sex embætti vilja rétta yfir Guzman fyrir fíkniefnasmygl og var hann fyrst fluttur til New York, eftir að hafa verið framseldur óvænt til Bandaríkjanna í gærGuzman er sakaður um peningaþvætti, fíkniefnasmygl, mannrán og morð víða í Bandaríkjunum eins og í New YorkChicago og í Miami.

Þar biðu hans 17 ákæruliðir og er lágmarksrefsing þeirra lífstíð í fangelsi. Þá eru saksóknar með rúmlega 40 vitni sem tilbúin eru til að bera vitni gegn Guzman. Búist er við því að réttarhöldin verði löng, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Þegar Guzman var spurður hvort hann skildi ákærurnar svaraði hann í gegnum túlk.

Tja, ég vissi þetta ekki fyrr en nú.“

Réttarhöldin munu halda áfram þann þriðja febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×