Lífið

Ekkja Williams og börnin hans í hart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Susan Schneider og Robin Williams giftu sig árið 2011.
Susan Schneider og Robin Williams giftu sig árið 2011. vísir/getty
Dómari í Kaliforníu hefur gefið lögmönnum ekkju Robin Williams og börnum hans lengri tíma til að komast að samkomulagi um skiptingu eigna leikarans.

Bandaríski leikarinn lést, 63 ára að aldri, á heimili sínu í ágúst á síðasta ári. Hann tók sitt eigið líf.

Susan Schneider, ekkja Williams, lögsótti börn leikarans, þau Zak, Zelda og Cody, í desember. Hún vill meina að börnin hafi fjarlægt hluti af heimili hjónanna án hennar leyfi eftir dauða Williams.

Þann 15. mars komust allir aðilar málsins að þeirri niðurstöðu að besta væri að leysa það friðsamlega.

Þau hafa síðan náð samkomulagi í mörgum þáttum málsins en ekki öllum. Það sem stendur eftir er hver eigi réttinn á um 300 persónulegum munum Robin Williams, munir sem hafa tilfinningalegt gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×