Erlent

Ekki vitað um Íslendinga á skjálftasvæðunum

Atli Ísleifsson skrifar
Tugir manna eru látnir eftir skjálftann í nótt.
Tugir manna eru látnir eftir skjálftann í nótt. Vísir/AFP
Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar um að Íslendingar séu á því svæði sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt.

Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá ráðuneytinu, segir í samtali við fréttastofu að borgaraþjónustan fylgist grannt með gangi mála.

Þá geti þeir sem hafi ekki haft uppi á aðstandendum haft samband við þjónustuna símleiðis.

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir skjálftann sem var 6,2 stig varð á tíu kílómetra dýpi á miðri Ítalíu og olli miklum skaða í þorpum og bæjum. Þeir bæir sem urðu hvað verst úti eru Accumoli, Amatrice, Posta og Arquata del Tronto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×