Enski boltinn

Ekki víst að Kane verði valinn í enska landsliðið

Harry Kane.
Harry Kane. vísir/getty
Roy Hodgson, landsliðseinvaldur Englands, er hrifinn af framherjanum Harry Kane hjá Tottenham og segir hann vera tilbúinn í enska landsliðið.

Það styttist í að Hodgson þurfi að velja næsta hóp fyrir komandi verkefni og það er ekkert víst að Kane komist í hópinn enda var Hodgson ánægður með framherjana í síðasta hóp.

Þá valdi hann Wayne Rooney, Danny Welbeck, Saido Berahino og Rickie Lambert. Nú kemur Kane til greina og svo er Daniel Sturridge líka klár í slaginn.

Kane er búinn að skora mest af ensku framherjunum í vetur en hann er með 14 mörk í 23 leikjum.

„Kane er tilbúinn fyrir enska landsliðið. Ef hann væri ekki tilbúinn þá væri hann ekki að skora fyrir Spurs. Það er ekki hægt að velja alla og ég var ánægður með strákana síðast. Við sjáum hvað setur," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×