Innlent

Ekki tókst að draga Green Freezer á flot

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/hjálmar heimisson
Lína milli flutningaskipsins Green Freezer og varðskipsins Þórs slitnaði rétt fyrir hádegi í dag en fyrirhugað var að ná skipinu á flot eftir að það strandaði við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð í fyrrakvöld.

Nú er framundan ákveðin biðstaða og ekki er ljóst til hvaða aðgerða verði gripið til næst.

Björgunarsveitarmenn hafa yfirgefið vettvang en flóð verður næst um miðnætti í kvöld. Skipið hreyfðist lítið sem ekkert þegar reynt var að draga það á flot.

Landhelgisgæslan hefur tekið fram fyrir hendur á útgerð og tryggingafélagi flutningaskipsins, og ætlar að draga skipið á flot hverju sem tautar og raular.

mynd/hjálmar heimisson

Tengdar fréttir

Gæslan yfirtekur skipið sem strandaði

Landhelgisgæslan hefur tekið fram fyrir hendur á útgerð og tryggingafélagi flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í Fáskrúðsfirði í fyrrakvöld, og ætlar að draga skipið á flot hverju sem tautar og raular.

Green Freezer enn á strandstað

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi.

Flutningaskipið situr sem fastast

Óákveðið er enn hvort að Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar eða Vöttur, hafnsögubátur Fjarðarbyggðar, dragi Green Freezer að landi í kvöld eða á morgun.

Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu

Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×