Innlent

Ekki tímabært að beita Ísrael viðskiptaþvingunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á ekki von á því að hefja viðræður um viðskiptabann á Ísrael.
Á ekki von á því að hefja viðræður um viðskiptabann á Ísrael. Vísir / Pjetur
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki telja tímabært að beita Ísrael viðskiptaþvingunum. Þetta kom fram í svörum hans við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar.

Í svarinu sagði Gunnar Bragi þó líklegt að Ísland tæki þátt í slíkum þvingunum ef næðist um það víðtæk sátt meðal þjóða heimsins. „Ég get ekki sagt hvað það þarf að myrða marga saklausa borgara til þess að svo verði. Ég get ekki sagt það,“ sagði hann. „Það er mitt mat að það sé ekki kominn sá tími þjóðir heimsins séu tilbúnar í slíkt viðskiptabanna.“

Gunnar Bragi sagðist ekki eiga von á því að hann myndi beita sér fyrir því að viðræðum um viðskiptabann yrðu hafnar.

„Ég ítreka það að ég tel Ísraela bera mesta ábyrgð á ástandinu sem þarna er en þeir bera ekki einir ábyrgð. Það er hópur manna á þessu svæði sem kalla sig Hamas-liða sem bera líka mikla ábyrgð,“ sagði hann og bætti við: „Og ég hef aldrei dregið dul á það að ég ber litla virðingu fyrir því ágæta fólki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×