Innlent

Ekki þurfi að efast um umboð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/
Lögreglustjórafélag Íslands segir að lögreglustjórar líti svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfsmanna innanríkisráðuneytis og lögreglustjóra. Samskipti þeirra og ráðuneytisins hafi verið og séu mikil, bæði formleg og óformleg og snerti þau samskipti alla þætti í starfsemi lögregluembætta sem undir ráðherra falla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hún er send í ljósi fréttaflutnings um samskipti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum og Gísla Freys Valdórssonar fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisáðherra og vegna greinargerðar sem Sigríður sendi þeim síðarnefnda í fyrra.

Sjá einnig: Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos

Í tilkynningunni segir að samskipti á milli þeirra tveggja vegna hafi verið gerð tortryggileg „með því að láta að því liggja að lögreglustjórinn beri með einhverjum hætti ábyrgð á aðkomu aðstoðarmannsins og því að hann vistaði ekki minnisblaðið í skjalasafni ráðuneytisins.“

Þá segir að í samskiptum þeirra hafi það aldrei gerst að þurft hafi að efast um heimild starfsmanns ráðuneytis til að eiga í samskiptum við lögreglustjóra eða heldur að þau hafi með réttum hætti farið í í skjalasafn ráðuneytisins.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglustjórar furði sig á verklagi Sigríðar Bjarkar. Þar segir að enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins hafi kannast við það að starfsmaður ráðuneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómstóla eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins.

Tilkynningin í heild:

Í fréttum undanfarna daga um greinargerð, sem þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi  fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra um málefni hælisleitanda, hefur á því borið að samskipti lögreglustjórans og aðstoðarmannsins vegna greinargerðarinnar hafa verið gerð tortryggileg. Er það gert með því að láta að því liggja að lögreglustjórinn beri með einhverjum hætti ábyrgð á aðkomu aðstoðarmannsins og því að hann vistaði ekki minnisblaðið í skjalasafni ráðuneytisins. Af þessu tilefni vill stjórn Lögreglustjórafélags Íslands koma eftirfarandi á framfæri.

Samskipti lögreglustjóra og ráðuneytis hafa verið og eru mikil; bæði formleg, s.s. með bréfum, og óformleg, s.s. með símtölum, og snerta þau samskipti alla þætti í starfsemi lögregluembætta, sem undir ráðherra falla.

Samskipti lögreglustjóra eru við alla starfsmenn ráðuneytis án tillits til stöðu þeirra innan ráðuneytisins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfsmanna ráðuneytis er í samskiptum við lögreglustjóra.  Í þessum samskiptum hefur það aldrei gerst að þurft hafi að efast um heimild starfsmanns ráðuneytis til að eiga í samskiptum við lögreglustjóra eða heldur að þau hafi með réttum hætti farið í skjalasafn ráðuneytisins. Á þetta bæði við um embættismenn ráðuneytis og aðstoðarmenn ráðherra. Lögreglustjórar líta einfaldlega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfsmanna ráðuneytis til samskipta við lögreglustjóra.  






Tengdar fréttir

Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar

Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu.

Lögregla svari fyrir nafnaleka

Persónuvernd óskar skýringa á því að skýrsla lögreglunnar um mótmæli í Reykjavík á árunum 2008 til 2011 rataði „í hendur óviðkomandi aðila“ með persónugreinanlegum upplýsingum.

Lögreglustjórinn er með fyrirvara

Lögreglustjórinn í Reykjavík mætti fyrir þingnefnd til að svara til um njósnir og gagnasafn lögreglunnar um lýðfrjálsa samborgara sína. Eins og kunnugt er safnaði lögreglan býsnum af upplýsingum um almenning og færði í skýrslur.

Lögreglustjóri segir skýrsluna einsdæmi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún þurfti að svara fyrir mótmælaskýrsluna.

Mikil völd en engin ábyrgð

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð.

Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu

Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu.

Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt

Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×