Erlent

Ekki skynsamlegt að berjast gegn mýinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flugan sem gert hefur Íslendingum lífið leitt að undanförnu.
Flugan sem gert hefur Íslendingum lífið leitt að undanförnu. MYND/ERLING ÓLAFSSON
Haldið niðri í ykkur andanum. Nú koma mýflugurnar. Þannig hljóðar fyrirsögn fréttar á vef sænska blaðsins Aftonbladet vegna hitabylgjunnar í Svíþjóð þessa dagana. Þar segir að hitanum fylgi innrás mýflugna. Um sé að ræða mýflugur sem þrífist sérstaklega vel þegar heitt sumar komi í kjölfar kulda og vætu að vori.

Þessi tegund mýflugna verpi á þurra jörð. Þegar rignir geti mörg þúsund mýflugur komið úr eggjum á minna en einum fermetra. Allar kvenkynsflugurnar þurfi blóð samtímis. Fyrstur kemur fyrstur fær sé lögmálið. Mýflugurnar verði örvæntingarfullar og geri árás, er haft eftir mýflugnasérfræðingnum Yngve Brodin.

Hann segir þessa tegund mýflugna miklu harðskeyttari en venjulegar mýflugur í skógum í norðurhluta Svíþjóðar.

Brodin segir öruggara að leggja á flótta en leggja til atlögu gegn mýflugunum. „Fólk byrjar að berjast gegn þeim og verður þá mæðið. Koldíoxíð sem menn anda frá sér lokkar mýflugurnar að sér.“

Svitalykt dregur einnig að sér mýflugur þannig að best er að þrífa sig vel og oft og nota svitalyktareyði.

Mælt er með ljósum fatnaði sem hylur líkamann vel til að verjast mýflugum. Sérfræðingurinn tekur jafnframt fram að þeim sé illa við reyk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×