Lífið

Ekki segja þetta við maraþonhlaupara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
New York-maraþonið verður hlaupið næsta sunnudag en árlega taka þúsundir hlaupara þátt í hlaupinu. Skipuleggjendur hlaupsins hafa brugðið á það ráð að gefa út tilmæli til áhorfenda um hvað megi ekki hrópa að maraþonhlaupurunum þegar þeir eru við það að koma í mark.

„Ekki segja: Þú ert alveg að verða búin/n. Fyrir maraþonhlaupara eru síðustu þrír kílómetrarnir oft lengri en fyrstu 39 kílómetrarnir,“ segir í leiðbeiningum frá skipuleggjendum. Um þetta er fjallað á vef NY Mag.

Í greininni kemur einnig fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipuleggjendur maraþons leggja áhorfendum línurnar. 

Skipuleggjendur Baltimore-maraþonsins, sem hlaupið var þann 18. október, báðu áhorfendur vinsamlegast um að kalla ekki setningar á borð við: Þú ert næstum því komin/n og Það er ekki langt eftir að hlaupurum. 

„Eftir að hlaupa 42 kílómetra þýðir „næstum því komin/n“ nokkur hundruð metrar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×