Innlent

Ekki nóg af íslenskum sveppum á landinu

BBI skrifar
Flúðasveppir anna ekki eftirspurn Íslendinga eftir ferskum sveppum. Nú eru hollenskir og pólskir sveppir víða í verslunum.

Georg Ottósson er eini sveppabóndi landsins. Fyrirtæki hans, Flúðasveppir, framleiðir um 12 tonn á viku af ferskum sveppum en það er ekki nóg fyrir grillóðan landann.

„Það hafa allir verið að grilla í sumar í blíðunni og notað sveppi frá okkur," segir Georg Ottósson í samtali við fréttamiðilinn Dagskrána. „Því miður, við eigum ekki meira af sveppum og getum ekki gert betur. Þetta er bara veruleikinn sem við búum við," hann. Og því læðist að manni sá grunur að rúm sé fyrir fleiri en einn sveppaframleiðanda á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×