Innlent

Ekki næst að tæma ruslatunnur fyrir jól

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ruslatunnur borgarbúa eru margar yfirfullar og ekki næst að tæma þær allar fyrir jólin. Starfsmenn borgarinnar hafa staðið í ströngu síðustu vikur við að reyna að tæma tunnurnar en erfið færð og slæmt veður hefur gert þeim erfitt fyrir.

Í morgun var stór hópur við störf og reyndi sitt besta til að tæma sem flestar tunnur fyrir jól. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur segir ófær hafa sitt að segja um það hversu hægt sorphirða hefur gengið undanfarnar vikur „ Illa mokað og slæmt aðgengi og þröngt. Það er svona aðallega það sem hrjáir okkur svona þessa dagana,“ segir Ingimundur.

Ingimundur segir tunnur víða fullar en starfsmenn hafa lagt sig alla fram við að reyna að ná að tæma þær fyrir jól. Þannig hafi þeir unnið auka klukkutíma á hverjum degi síðustu vikurnar og einnig um helgar. Allt stefni í að þeir nái ekki að klára yfirferð um Breiðholtið í dag og íbúar þar verði því að bíðar til 27. desembers eftir því að tunnur þeirra verði tæmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×