Viðskipti erlent

Ekki næg olía í nyrstu olíubrunnum heims

Bjarki Ármannsson skrifar
Helge Lund, framkvæmdastjóri Statoil.
Helge Lund, framkvæmdastjóri Statoil. Nordicphotos/AFP
Norska ríkisolíufélagið Statoil tilkynnti í gær að ekki hefði fundist nægt magn nýtanlegrar olíu í holum sem boraðar voru á Hoop-svæðinu svokallaða síðasta sumar.

Svæðið er í Barentshafi og eru tvær holnanna nyrstu olíubrunnar sögunnar, um 300 kílómetra norður af meginlandi Noregs.

Samkvæmt AP kom ekki fram í tilkynningu Statoil hvort félagið hygðist halda borunum áfram að ári.


Tengdar fréttir

Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða

Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×