Erlent

Ekki miklar vonir um að fleiri finnist á lífi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er að útilokað að fleiri finnist á lífi í íbúðarblokk sem hrundi til grunna í jarðskjálftanum sem skók Taívan á föstudagskvöld.
Talið er að útilokað að fleiri finnist á lífi í íbúðarblokk sem hrundi til grunna í jarðskjálftanum sem skók Taívan á föstudagskvöld. Vísir/AFP
Talið er útilokað að fleiri finnist á lífi í 17 hæða íbúðablokk sem hrundi til jarðar í jarðskálftanum sem skók Taívan á föstudagskvöld. Talið er að minnsta kosti tólf manns sé enn fastir í byggingunni.

Um 200 manns var bjargað úr rústum blokkarinnar í Tainan-borg sem varð verst úti eftir skjálftann. Rannsókn á byggingu hennar er nú þegar hafin en hún féll saman í skjálftanum. Samkvæmt manntali bjuggu um 260 manns í byggingunni.

Alls létust 27 í skjálftanum og voru flestir þeirra staddir í byggingunni sem hrundi til grunna í skjálftanum sem mældist 6,4 stig. 

Líkt og sjá má á myndbandi sem tekið var með aðstoð dróna er eyðileggingin talsverð í Tainan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×