Viðskipti innlent

Ekki meiri skortur á starfsfólki frá 2007

Ingvar Haraldsson skrifar
Verslanir eiga nú í mun meiri vandræðum en áður að ráða til sín fólk. fréttablaðið/eyþór
Verslanir eiga nú í mun meiri vandræðum en áður að ráða til sín fólk. fréttablaðið/eyþór
Tvöfalt hærra hlutfall fyrirtækja telur skort á starfsfólki í sumar miðað við fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem vísað er til í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær.

Um 42 prósent fyrirtækja töldu vera skort á starfsfólki og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því í lok árs 2007. Alls töldu 60 prósent fyrirtækja í byggingariðnaði sig búa við skort á starfsfólki.

Breytingin er einna mest í verslunargeiranum en ríflega 40 prósent fyrirtækja í greininni telja skort vera á starfsfólki miðað við 5 prósent fyrir ári. Seðlabankinn segir fyrirtæki virðast í auknum mæli mæta vinnuaflsskorti með því að fá starfsfólk að utan.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×