Innlent

Ekki mælist marktækur munur á milli fylgis Pírata og Sjálfstæðisflokksins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. vísir/valli
Fylgi Pírata hefur minnkað um 7,8 prósent í aprílmánuði og er nú 28,9 prósent. Á sama tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist um 5,3 prósent og er í 27,8 prósent. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 22. til 26. apríl.

Ekki mælist marktækur munur á milli flokkanna þó svo að Píratar hafi fengið mest fylgi samkvæmt könnuninni.

Hér má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Vinstri grænir juku við fylgi sitt um 5 prósent síðan um miðjan marsmánuð og er það nú 14 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 9,7 prósent, fylgi Framsóknar 11,2 prósent og fylgi Bjartrar framtíðar 3,4 prósent. Hér má sjá fylgi stjórnmálaflokkanna með greinilegum hætti síðan árið 2009. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 32,9 prósent en mældist 26 prósent í síðustu mælingu.

Svarfjöldi í könnuninni var 953 einstaklingar 18 ára og eldri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×