Innlent

Ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Dreifikerfið hefur hreinsað sig af menguðu vatni.
Dreifikerfið hefur hreinsað sig af menguðu vatni. vísir/getty
Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Svalbarðsstrandarveitu. Samkvæmt tilkynningu frá Norðurorku hafa mælingar staðfest að dreifikerfið hafi nú hreinsað sig af menguðu vatni sem virðist hafa komið inn í lind á vatnstökusvæðinu í leysingum.

Norðurorka bað í síðustu viku íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi um að sjóða allt neysluvatn vegna gruns um mengun í vatnsveitu hreppsins. Sýni voru tekin úr dreifikerfinu og á mánudag staðfesti fyrirtækið að grunurinn hefði verið á rökum reistur og voru íbúar því beðnir um að sjóða allt neysluvatn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×