Lífið

Ekki knúsa hundinn þinn, hann fílar það ekki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GTeam/Shutterstock
Patricia McConnell er læknir sem hefur sérhæft sig í dýrahegðun og hefur hún rannsakað hunda sérstaklega. Í hennar rannsóknum kemur fram að hundum þykir ekki þægilegt þegar fólk faðmar þá og knúsar. Hún hefur skoðað hegðun hunda í nokkra áratugi.

„Ef maður skoðar nýfædd börn, þá er það ljóst alveg frá byrjun að það er í okkar eðli að taka utan um aðra manneskju til að sýna ást og umhyggju,“ segir McConnell í samtali við miðilinn Mother Nature Network.

„Svo þegar þú segir við manneskju að hundum þykir þetta óþægilegt, þá eru alltaf fyrstu viðbrögð þeirra að spyrja; elskar hundurinn mig ekki?“

Hún segir að það tengist ekkert ást og mjög góðar líkur séu á því að hundinum þyki gríðarlega vænt um eigandann sinn.

„Hundar, eins og fólk, hafa ákveðnar aðferðir til að sýna væntumþykju og það er t.d. að setja eina löpp, eða tvær ofan öxlina á hvor öðrum.“

Hún segir að hundar geti jafnvel túlkað faðmlag frá manneskju sem ógn. „Þetta er vissulega misjafnt milli tegunda og t.d. finnst golden retriever ávallt gott að láta snerta sig en fyrir margar tegundir getur þetta verið túlkað sem ógn.“

Fréttastofa Sky hefur einnig fjallað um málið eins og sjá má hér að neðan.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×