Íslenski boltinn

Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaplakrikavöllur.
Kaplakrikavöllur. Mynd/FH
FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun.

Hér fyrir neðan má sjá fyrirkomulagið á sölu miða á þennan stóraleik en búist er við því að um sex þúsund manns mæti í Kaplakrika á laugardaginn. Leikurinn verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Miðaverðið á leikinn er 1.500 krónur. Börn 11 ára og yngri fá frítt í stæði í fylgd með fullorðnum. Foreldrar þurfa samt að sækja miða fyrirfram sökum takmarkaðs fjölda miða.

Stjarnan fær úthlutað 1000 miðum til sölu til sinna áhangenda frá og með miðvikudeginum 1. október. Það eru sæti í stúku og stæði merkt blátt og gult hér fyrir neðan.

Bakhjarlar FH fá afhenda sína miða gegn framvísun Bakhjarlakorts og geta að auki keypt allt að 4 auka miða í sæti í hvítu stúkuna en geta keypt fleiri miða í stæði í grænu stúkuna kjósi þeir það. Afhending og sala fer fram frá kl 16:00 – 19:00 þriðjudaginn 30. september og miðvikudaginn 1. október frá kl 09:00 – 13:00 í Kaplakrika.

Skráðir iðkendur hjá FH og fjölskyldur þeirra geta fengið afhenta miða og keypt miða frá klukkan 13:00 – 19:00 miðvikudaginn 1. október.

Skráðir Iðkendur fá frían miða í stæði fyrir sig en foreldrar og systkini mega kaupa miða fyrir sig á sama tíma. Í boði verða miðar í sæti í hvítu og grænu stúkuna.

Handhafar KSÍ korta og dómarakorta geta fengið afhenda miða í stæði fimmtudaginn 2. október milli kl. 12:00 og 13:30

Almenn forsala hefst svo í Kaplakrika fimmtudagsmorguninn 2. október kl. 09:00 og er opin til kl 19:00 fimmtudag og föstudag.

Athugið að fjöldi sæta í stúku eru einungis um 3000 og heildar fjöldi miða í boði verður að hámarki um 6000. Því er mikilvægt að tryggja sér miða í tíma en engin miðasala verður á leikdag.

Hér fyrir neðan eru myndir af stúkunum tveimur og hvernig FH-ingar hafa ákveðið að skipta upp stuðningsmönnum liðanna tveggja.

Suðurstúkan.Mynd/FH
Norðurstúkan.Mynd/FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×