Handbolti

Ekki hægt að hafa áhrif á dómarana

Serbnesku dómararnir voru í eldlínunni í undanúrslitunum.
Serbnesku dómararnir voru í eldlínunni í undanúrslitunum. vísri/epa
Formaður dómaranefndar IHF hafnar allri gagnrýni um að dómurum hafi verið mútað á HM eða reynt að hafa áhrif á þá á nokkurn hátt.

„Þar til klukkan 10 að morgni leikdags veit enginn nema ég hvaða dómarar dæma hvaða leik. Formaður IHF, Hassan Moustafa, skiptir sér ekkert af. Hann treystir mér fyrir þessu," segir Manfred Prause, yfirmaður dómaramála hjá IHF.

Sjá einnig: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit

Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna dómaramála á HM sem nú er nýlokið. Ekki bara fyrir hvernig var dæmt heldur fyrir að kynna ekki nýjar áherslur fyrr en degi fyrir mót.

Kjartan Steinbach, fyrrum yfirmaður dómaranefndar IHF, gagnrýndi hann einnig fyrir að hafa yfirmann dómaramála í Evrópu, Dragan Nachevski, sem eftirlitsmann er sonur Nachevski dæmdi leik Katar og Þýskalands í átta liða úrslitum HM.

Sjá einnig: Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður?

Nachevski var einnig eftirlitsmaður á undanúrslitaleiknum hjá Katar og Kjartan gagnrýndi það einnig.

Prause er ekki til í að taka mikla ábyrgð á dómgæslunni á mótinu og skellir skuldinni á dómaranna.

„Því miður voru dómararnir ekki að fara nógu vel eftir áherslunum sem lagt var upp með. Það var gert of mikið úr brotum gegn hornamönnum. Það er ekki nóg að kunna reglurnar. Það er líka mikilvægt að geta lesið leikinn. Það þarf sérstaka hæfileika til þess að vera toppdómari," sagði Prause sem er nú í leit að slíkum dómurum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×