Formúla 1

Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Schumacher
Michael Schumacher Vísir/Getty
Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar.

BBC segir frá þessum viðbrögðum eða réttara sagt engu viðbrögðum frá herbúðum Michael Schumacher.

Michael Schumacher meiddist illa á höfði þegar hann datt á síðum í Frakklandi í desember 2013. Hann gekkst undir aðgerðir og hefur verið í meðferð á heimili sínu í Sviss eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið.

Luca di Montezemolo, fyrrum yfirmaður Michael Schumacher, sagði fréttamönnum frá því sem hann vissi.

„Ég hef fréttir og því miður eru þær ekki góðar," sagði Luca di Montezemolo í viðtali sem BBC birti. Þetta er það fyrsta sem heyrist af ástandi Schumacher síðan að Jean Todt, forseti FIA, talaði um það í nóvember að Schumacher væri enn að berjast fyrir lífi sínu tveimur árum eftir slysið.

Michael Schumacher er 47 ára gamall og varð sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt frá 1994 til 2004 en enginn hefur unnið þann til oftar.

„Lífið er skrítið. Hann var frábær ökumaður og lenti bara einu sinni í slysi með Ferrari og það var árið 1999," sagi Di Montezemolo.

Michael Schumacher á marga aðdáendur.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Schumacher getur ekki gengið

Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×