SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Ekki fleiri útisigrar í sjö ár

 
Körfubolti
13:45 22. MARS 2016
Haukar og Tindastóll hafa bćđi unniđ útileik í úrslitakeppninni í ár.
Haukar og Tindastóll hafa bćđi unniđ útileik í úrslitakeppninni í ár. VÍSIR/ANTON

Útiliðin hafa unnið sex af fyrstu átta leikjunum í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en báðir leikir gærkvöldsins unnust á útivelli.

Stjarnan vann í Njarðvík og Haukar unnu í Þorlákshöfn og staðan er því 1-1 í báðum einvígunum þar sem allir fjórir leikirnir hafa unnist á útivelli.

KR vann líka í Grindavík og Tindastóll fagnaði sigri í Keflavík. Sex af átta liðum úrslitakeppninnar hafa því unnið útileik í fyrstu átta leikjum úrslitakeppninnar í ár.  

Þetta er metjöfnun og það þarf að fara alla leið til ársins 2007 til að finna jafnmarga útisigra (6) í átta fyrstu leikjum úrslitakeppninnar.

Útiliðin hafa aldrei unnið fleiri leiki í upphafi úrslitakeppninnar frá því að átta liða úrslitin voru tekin upp vorið 1995.

KR og Tindastóll eru því einu liðin sem hafa unnið heimaleik í úrslitakeppninni til þessa en þessi tvö lið sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra eru komin í 2-0 í sínum einvígum og tryggja sér því sæti í undanúrslitum með sigri í næsta leik sem er á miðvikudagskvöldið.

Lið Grindavíkur og Keflavíkur hafa ekki verið sannfærandi í þessum tveimur fyrstu leikjum sem þau hafa tapað með samtals 58 stigum (14,5 að meðaltali), Grindavík með 32 (16,0) og Keflavík með 26 (13,0).


Flestir útisigrar í fyrstu átta leikjum úrslitakeppninnar:
(Frá því að 8 liða úrslit voru tekin upp 1995)
6 útisigrar - 1997, 2016
5 útisigrar - 2006,
4 útisigrar - 1997, 1999, 2004, 2008, 2010
3 útisigrar - 1995, 2005, 2009, 2014, 2015

Sigurhlutfall útiliðanna í fyrstu átta leikjunum undanfarin ár:
2016 - 75 prósent (6 sigrar í 8 leikjum)
2015 - 38 prósent (3 sigrar í 8 leikjum)
2014 - 38 prósent (3 sigrar í 8 leikjum)
2013 - 25 prósent (2 sigrar í 8 leikjum)
2012 - 25 prósent (2 sigrar í 8 leikjum)
2011 - 13 prósent (1 sigrar í 8 leikjum)
2010 - 50 prósent (4 sigrar í 8 leikjum)


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ekki fleiri útisigrar í sjö ár
Fara efst