Sport

Ekki einu sinni bardagi við Conor mun hugga Aldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo í síðasta bardaga sínum við Frankie Edgar sem hann vann á stigum. Það verður líklega hans síðasti dans í UFC.
Aldo í síðasta bardaga sínum við Frankie Edgar sem hann vann á stigum. Það verður líklega hans síðasti dans í UFC. vísir/getty
Jose Aldo var ekkert að grínast er hann sagði í reiðikasti á dögunum að hann væri hættur í MMA og vildi losna undan samningi hjá UFC.

Aldo fór í fýlu þegar Conor McGregor fékk að keppa við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn en Aldo bjóst við því að fá bardaga gegn Íranum um fjaðurvigtarbeltið á bardagakvöldinu í New York í nóvember.

Margir tóku ummæli svona mátulega alvarlega í ljósi þess að hann var augljóslega bara fúll. Hann var niðurlægður af Conor í desember á síðasta ári og hefur beðið eftir að koma fram hefndum. Hann er enn fúll og enn ákveðinn í því að hætta.

„Ég myndi ekki hætta við þó svo mér yrði boðinn bardagi við Conor. Það átti að vera næsti bardagi í fjaðurvigtinni en af því varð ekki. Nú vil ég fara mína eigin leið og losna undan samningi,“ sagði Aldo í viðtali í Brasilíu í gær en er eitthvað sem gæti fengið hann til þess að hætta við?

„Þetta er erfitt fyrir mig en það eina rétta fyrir UFC er að sleppa mér. Ég mun ekki keppa fyrir annað bardagasamband. Ég er betri en liðið þar. Það er engin ástæða til þess að fara úr 1. deild í 2. deild þegar ég er á toppnum í 1. deildinni. Ég vil einbeita mér að annarri íþrótt.“

MMA

Tengdar fréttir

Aldo segist vera hættur í MMA

Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×