Innlent

Ekki dæmdur fyrir barnsrán

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Maðurinn fór ekki langt á bílnum
Maðurinn fór ekki langt á bílnum Vísir/Map.is
Dómur var felldur í máli manns sem 17. ágúst 2016 stal bifreið fyrir utan leikskóla í Kópavogi. Í  bílnum var tveggja ára gamalt barn. Hann hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í tvígang verið óhæfur til að aka bíl líklega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna en einnig fyrir að aka þrisvar sinnum eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Maðurinn er því ekki dæmdur fyrir barnsrán. Maðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt og er honum gert að greiða málsvarnarþóknun til skipaðra verjanda sinna.

Ákærði játaði broti sín.

Óvenjulegt mál

Það má með sanni segjast að fólki hafi brugðið all svakalega þegar fréttir bárust af því í ágúst síðastliðnum að bíl hefði verið stolið á bílastæði leikskóla í Kópavogi og að tveggja ára barn væri í bílnum.

Bílnum var stolið á meðan faðir barnsins brá sér frá til að sækja eldra barn sitt á leikskólann en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun þann dag sem bílnum var stolið. Þegar faðirinn kom út var búið að stela bílnum og yngra barnið var í aftursætinu.

Hinn ákærði keyrði upp að Krónunni í Kórahverfinu og fer inn í verslun Krónunnar. Það var svo starfsmaður leikskólans sem sá bílinn fyrir utan verslunina og gerði lögreglunni viðvart. Barnið var heilt á húfi en líklegt er að það hafi verið sofandi á meðan á þessu stóð og því ekki orðið vart við að um nýjan bílstjóra væri að ræða.

Allt tiltækt lið var sett af stað auk þyrlu Landhelgisgæslunnar enda um heldur óvenjulegt mál að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×