Innlent

Ekki byggt án þarfagreiningar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Heilbrigðisráðherra segir verið að skoða í heild ýmsa þætti heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðisráðherra segir verið að skoða í heild ýmsa þætti heilbrigðisþjónustunnar. Fréttablaðið/Arnþór
Sem stendur liggur ekki fyrir ákvörðun um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á landinu.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Margrétar Gauju Magnúsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar.

„Í slíkar framkvæmdir verður ekki ráðist nema að fyrir liggi fjárveitingar frá Alþingi, sem byggjast á raunhæfu mati á þeim þörfum sem fyrir liggja á hverjum stað á hverjum tíma,“ segir í svari ráðherra.

Jafnframt kemur fram að stefna eigi að fjölgun sérnámsstaða í heimilislækningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×