Fótbolti

Ekki að sjá á þessum að England hafi tapað gegn Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einstök stemning myndaðist í rútu stuðningsmanna á leiðinni frá Stade de Nice og inn í frönsku borgina eftir viðureign Íslands og Englands í sextán liða úrslitum EM á mánudaginn. 

Stuðningsmenn Íslands og Englands voru saman í rútunni en miðað við hve vel fór á með stuðningsmönnunum mætti halda að bæði lið hefðu unnið glæstan sigur.

Sungið var til heiðurs Gylfa Sigurðssyni og fleirum eins og sjá má í myndbandinu að ofan og í framhaldinu féllust allir í faðma eins og sjá má hér að neðan. Falleg kvöldstund í Nice sem verður lengi í minnum höfð.

Bjarni Þór Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands og Frakklandsfari, tók meðfylgjandi myndbönd og hafði á orði að um yndislega og eftirminnilega stund hefði verið að ræða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×