Viðskipti innlent

Ekki að búast við öðru en að tekjur af ferðamönnum aukist verulega í ár

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki er ástæða til annars en að ætla að tekjur af erlendum ferðamönnum aukist verulega á milli ára. Þetta er mat Hagfræðideildar Landsbankans.

Mynd/Landsbankinn
Tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári, eða sem nemur 28 prósent alls útflutnings frá landinu.

Í mynd sem bankinn sendi út með fréttabréfi sínu í morgun sést hvernig tekjur af ferðamönnum hefur haldist í hendur við fjölda og fjölgun ferðamanna sem far í gegnum Keflavíkurflugvöll. Talsverð fjölgun var á ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tímabili fyrir ári og gera má því ráð fyrir að tekjurnar verði eftir því.

Það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en á morgun þegar Hagstofan birtir upplýsingar um þjónustujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×