Fótbolti

Ekkert varð af stórleiknum í nótt og þetta var ástæðan | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Suður-Ameríku stórveldin Argentína og Brasilía áttu að mætast í mikilvægum leik í undankeppni HM 2018 í nótt en ekkert varð af leiknum.

Dómarar leiksins urðu að aflýsa leiknum klukkutíma fyrir fyrsta flaut vegna hellidembu í Buenos Aires.

Monumental-leikvangurinn var nánast einn stór pollur og þá gekk áhorfendum illa að komast á völlinn vegna úrhellisins.

Leikurinn hefur verið settur á miðnætti í kvöld að íslenskum tíma eða klukkan 21.00 að staðartíma.

„Við hittum dómarana og fulltrúa frá Argentínu og það voru allir samála um að það var kom ekki til greina að láta þennan leik fara fram við þessar aðstæður," sagði Gilmar Rinaldi, aðstoðarþjálfari Brasilíu.

„Það væri bara of erfitt að spila góðan fótbolta, það voru haglél og eldingar og spáin sýndi að þetta átti bara eftir að versna," sagði Rinaldi.

Leikurinn er í 3. umferð Suður-Ameríkuriðilsins og eins og er eru báðar þjóðirnar ekki meðal fimm efstu. Brasilíumenn eru með þrjú stig af sex mögulegum en Argentínumenn hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum.

Argentínumenn eru án margra af sínum stærstu stjörnum eins og Lionel Messi, Sergio Aguero og Carlos Tevez en Neymar, stærsta stjarna brasilíska landsliðsins er aftur á móti að snúa til baka eftir fjögurra leikja leikbann.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af aðstæðunum í Buenos Aires í nótt.

Vísir/Getty
Vísir/EPA
Vísir/Getty
Vísir/EPA
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×