Enski boltinn

Ekkert tilboð komið í Schmeichel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kasper í leik með Dönum á HM þar sem hann stóð sig afar vel.
Kasper í leik með Dönum á HM þar sem hann stóð sig afar vel. vísir/getty
Claude Puel, stjóri Leicester, segir að það hafi ekki borist nein tilboð í markvörðinn Kasper Schmeichel og að hann sé ekki á förum frá félaginu.

Heimildir Sky Sports fréttastofunar hermdu að Chelsea væri á eftir danska markverðinum en Puel er viss um að þessi 31 árs gamli markvörður verði áfram hjá Leiceser.

„Ég er ekki órólegur yfir þessu,” sagði Cluel eftir 4-1 sigur á Notts County í æfingarleik. Auðvitað er Kasper mikilvægur leikmaður fyrir okkur.”

„Hann átti mjög gott HM. Við þurfum Kasper; með hans karakter, frammistöðu og hversu stöðugur hann er,” en aðspurður hvort þeir hafi fengið einhver tilboð í Danann svaraði Puel:

„Nei en það eru nóg af sögusögnum og það er eðlilegt.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×