Lífið

Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu

Strákarnir hafa allir þekkst síðan í barnaskóla.
Strákarnir hafa allir þekkst síðan í barnaskóla. Fréttablaðið/Daníel
„Við erum bara á fullu að æfa,“ segir Páll Cecil, úr hljómsveitinni Vio úr Mosfellsbæ, en sveitin vann Músíktilraunir fyrr í mánuðinum og koma til með að spila á sínum fyrstu stóru tónleikum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina.

Sveitina skipa Kári Guðmundsson bassaleikari, Páll Cecil Sævarsson trommuleikari og Magnús Thorlacius söngvari og gítarleikari.

„Við erum ekkert stressaðir - við ætlum bara að hafa gaman að þessu,“ segir Páll Cecil, en Vio kemur fram sama kvöld og hljómsveitirnar Maus og Mammút.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Maus og Mammút spila. Maus eru til dæmis að koma aftur sterkir inn um þessar mundir,“ segir Páll.

Aðspurður segir hann Vio þó ekki hafa neinar beinar fyrirmyndir.

„Við erum allir búnir að þekkjast síðan í barnaskóla. Við Magnús, sem er söngvarinn í bandinu, höfum meira að segja þekkst ennþá lengur, síðan í leikskóla og búum hlið við hlið,“ útskýrir Páll og hlær. „Við settumst bara niður og byrjuðum að spila, og það gekk vel. Við ætlum okkar að nýta þetta tækifæri til fulls,“ segir hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×