Innlent

Ekkert skipulagt áróðursstríð á Facebook af hálfu Sjálfstæðismanna

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Ragnar ber sig vel þó úlfarnir á Facebooknördum hafi tætt hann í sig. Halldór Halldórsson segir færslu Jóns Ragnars sanna að engin slík brögð séu í tafli.
Jón Ragnar ber sig vel þó úlfarnir á Facebooknördum hafi tætt hann í sig. Halldór Halldórsson segir færslu Jóns Ragnars sanna að engin slík brögð séu í tafli.
Umdeild færsla Jóns Ragnars Ríkharðssonar inná Facebooksíðu „Sjálfstæðismanna og borgarmála“ hefur vakið mikla athygli. Jón Ragnar segir að sér hafi ekki dottið í hug að færsla hans myndi leka út af Facebookhópi Sjálfstæðismanna, og honum hafi vissulega brugðið nokkuð en hann tekur þessum væringum sem hverju öðru hundsbiti. Hann hefur verið á sjónum í þrjátíu ár og þetta sé ekki einu sinni gusa í samanburði við það – en margir hafa tekið hugleiðingum hans um að Sjálfstæðismenn bindist samtökum um að snúa vinstri menn niður á Facebook af mikilli tortryggni.

Umdeild færslaíFacebookhópi Sjálfstæðismanna

Skjáskot af herkvaðningu Jóns Ragnars Ríkharðssonar, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, í Facebookhópnum „Sjálfstæðismenn og borgarmálin“ hefur vakið mikla athygli; hneykslan og usla reyndar. Þar hvetur hann Sjálfstæðismenn til að búa til her manna og „taka snúning á vinstri mönnum helst sem fyrst.“ Jón Ragnar segir þetta létt verk og löðurmannlegt, hann hafi gert á þessu prufu í Facebookhópnum „Fjölmiðlanördar“, gagnrýnt Stundina því hann vissi að gagnrýni á þann fjölmiðil yrði illa tekið af vinstri mönnum, og ef hann hefði ekki verið einn þá hefði tekist að gera þá algerlega óvíga. Þeir væru eins og skólabörn og komu með máttlaus skot til að þagga niðrí sér. Jón Ragnar nefnir sem dæmi að hann hafi á Facebookhópnum „Eftirlit með hlutleysi RÚV“ þaggað rækilega í Vilhjálmi Þorsteinssyni, svo mjög að Vilhjálm setur hljóðan þá er Jón Ragnar birtist. Jón Ragnar leggur til að komið verði á fót góðum og samstæðum hópi gagngert til að þagga niður í vinstri mönnum. (Sjá má færsluna neðst í þessari umfjöllun.)

Jón Ragnar segist standa við færslu sína efnislega, hann vill hvetja til samstöðu á Facebook þar sem menn eru oft sem á berangri gagnvart blogghjörð vinstri manna.
Var hent umsvifalaustút af Fjölmiðlanördum

„Ég er ekkert viðkvæmur, hef verið á togurum í yfir þrjátíu ár og þetta er ekki neitt,“ segir Jón Ragnar í samtali við Vísi spurður hvort hvernig upplifun það hafi verið að sjá viðbrögðin við því þegar ráðabrugg hans var gert opinbert í Facebookhópnum Fjölmiðlanördar. Þau viðbrögð voru fremur hörð og háðsk. Jón Ragnar segir að sér hafi verið hent út úr hópnum umsvifalaust, hann lét sig ekki hverfa af þeim vettvangi í kjölfarið.

„Neinei, ég myndi ekki yfirgefa svona góðan félagsskap. Ég kíkti þarna inn í gegnum Facebookreikning konunnar og það er búið að þurrka allt út sem ég hef sett þarna inn,“ segir Jón Ragnar og honum þykir það leitt. Hann segist sagnfræðinörd og hann hafi sett inn til að mynda ósköp málefnalegan pistil um sína skoðun á fjölmiðlum, þeir ættu helst ekki að hafa mikil áhrif sjálfir á um, sagnfræðinörd. „Fjölmiðlar eru góður spegill á samtímann. Þeir endurspegla hugarfar hvers tíma. Ég fékk ágætis viðbrögð við því. Fín umræða.“

Jón segist ekki hafa tekið hin harkalegu viðbrögð inná sig. „Þarna er til dæmis Fjalar Sigurðason að spyrja hvort maður sé til? Maður tekur það nú ekki mikið inná sig að einhver efist um það,“ segir Jón Ragnar.

Hvatning um samstöðu skoðanabræðra

Hann segir að herkvaðning sín hafi verið klaufalega orðuð, og honum þykir það leitt.

„Vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum eru alltaf að kvarta undan því hvað Samfylkingin sé aggressív á Facebook. Og þá hvatti ég til þessa. Neinei, ég er ekkert að gráta yfir þessu. Ég stend við allt sem ég segi í innlegginu en hefði mátt orða það öðru vísi. Það sem ég auðvitað átti við var raunverulega það að menn eiga ekkert að óttast einhverja á netinu, einhverja aggressíva einstaklinga sem hjóla í menn með skítkasti heldur taka slaginn. Og standa saman. Mér er alveg sama en það eru sumir sem eru feimnari en hafa margt fram að færa. Þessir gáfuðustu þora oft ekki að tjá sig, og ég vildi hvetja þá sem hafa eitthvað fram að færa að tjá sig, að þeir geti reitt sig á það að þá komi einhverjir til að bakka þá upp. Þannig að menn upplifi sig ekki eins og á berangri, einir gegn einhverjum bloggher. Heldur standi menn saman sem hafa þessar sömu skoðanir. Þannig á þetta að vera. Ekki neina viðkvæmni.“

Datt ekkiíhug aðþetta myndi leka

En, datt þér aldrei í hug að þessi færsla þín inná Facbookhópi Sjálfstæðimanna myndi leka út?

„Nei! Það grunaði mig aldrei. Það var bara þannig, af því að þetta á að vera lokaður vettvangur fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavíkurborg.

Jón Ragnar hefur verið á Facebook 2008. En, hann segist hafa verið í lokuðu umhverfi úti á sjó alla ævi. Hann sé tréhestur í þessum efnum. Og hann þekki auk þess mann sem er byltingarsinni, þar eru menn oft að stilla saman strengi sína með ýmsum hætti, í lokuðum hópi á Facebook og ekkert af því spyrst nokkru sinni. „Það lekur aldrei.“

Vinstri menn búnir aðeigna sér Facebook

En, finnst þér þá sem vinstri menn búnir að eigna sér þetta platform?

„Ég upplifi það þannig. Hluti af þessum mönnum verða reyndar alveg brjálaðir ef maður kallar þá vinstri menn. Vekur athygli hvað þetta er viðkvæmt að vera kallaður vinstri maður. Þetta er ákveðinn hópur sem að einhverjum ástæðum beitir svona taktík, kunna ekki að rökræða eða eitthvað svoleiðis, en ráðast á menn með einhverjum svívirðingum og fæla menn frá umræðunni. Það er einhvern veginn svoleiðis.“

Jón Ragnar vill ekki ganga svo langt að halda því fram að þetta sé skipulagt af hálfu Samfylkingarinnar. „Það eru margir sem halda það. En, ég er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins sem þýðir að ég er hluti af forystunni. Ég er á öllum fundum þar sem teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Og upplýstur um þær. Og, þetta er gott og heiðarlegt fólk eins og er í öðrum stjórnmálaflokkum. Við stöndum fyrir önnur gildi en til dæmis Samfylkingin, ég veit ekki hvort hún er með einhvern bloggher. En, ég veit líka að þú skipuleggur ekki svona her í Sjálfstæðisflokknum, menn eru uppteknir í sínum áhugamálum og erfitt að fá fólk til starfa í flokknum. Segir sig sjálft, að ef einhver vildi stofna Facebookher, þá er það ekkert hægt. Hvorki mannskapur né vilji í það. Þekki mjög vel innviði Sjálfstæðisflokksins, erfitt að manna stjórnir, og svo framvegis.“

En, þú vildir engu að síður að hvetja til að slíkum hóp yrði komið á fót?

„Já, eins og ég segi. Ekki í þessum skilningi. Að það væri myndaður einhvers konar hópur eða samstaða um að bakka hvert annað upp ef það yrðu einhver læti.“

Brá í brún

Jón Ragnar vill ekki gera mikið úr því að honum hafi brugðið í brún þegar hann sá að herkvöð hans hafði verið gerð opinber. „Ég sá þetta ekki strax. Málið var að ég var með troðfullan maga frá Aski þegar ég settist við tölvuna og þá var félagi minn búinn að pósta þessu á vegginn hjá mér. Þetta vakti ekkert sérstök viðbrögð, jú mér fannst þetta óþægilegt, því það er tilhneiging til að mála menn svörtum litum. Tveir frammámenn í Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi, sem buðu mig velkominn í hópinn. Tími til kominn að ég fengi yfir mig gusuna, eftir að hafa verið í þessu stjórnmálavafstri í fimm ár. Þetta er engin gusa, hef verið áratugi á fiskiskipum, en ég viðurkenni að mér brá svolítið þegar ég sá þetta. En, maður hefur nokkuð harðan skráp.“

Jón Gunnar skipaði 14. sæti í Reykjavík Norður í síðustu Alþingiskosningum. „Það var hringt í mig, en mönnum þykir svo merkilegt að komast á lista, og spurt hvort ég myndi sækjast eftir hærra sæti, myndi sætta mig við 14. sætið. Ég sagðist tilbúinn í það ef það væri pottþétt að ég kæmist ekki á þing. Ég hefði ekki efni á því. Hef miklu hærri tekjur á sjónum,“ segir Jón Ragnar sem er háseti á ÁSbirni RE 50 sem er skuttogari. „Alltaf í eldlínunni, á dekkinu.“

Halldór segir færslu Jóns Ragnars einfaldlega sanna að engin samantekin ráð eru í Sjálfstæðisflokki að herja á Facebook.
Engin launráð brugguðíborgarstjórnarflokknum

Halldór Halldórsson er oddviti Sjálfstæðismanna og hann segir að menn séu ekki með nein launráð á samskiptamiðlinum. „Þú sérð það nú. Skrifa hernaðartaktík á nánast opna Facebooksíðu? Nei, það hefur eitthvað fokið í hann. Ég hef alltaf sagt það að ég lít á þessa Facebooksíðu sem opna. Og menn skrifa náttúrlega þarna inn undir nafni og á eigin ábyrgð. Það geta orðið hörð skoðanaskipti þarna. En, þetta er opin facebooksíða. Allir geta séð þetta,“ segir Halldór.

Hann segir að færsla Jóns Ragnars sýni það og sanni að enginn skipulagður áróðurshernaður fari fram á Facebook. „Ég heyri þessu stundum haldið fram, sérstaklega að Samfylkingin geri þetta. Það hefur verið umræða uppá síðkastið að meirihlutinn í borginni sé með þetta býsna vel skipulagt. Þannig var umræða um þetta nýlega, í tengslum við umræðu á Facebookvegg borgarinnar en svo steig fram upplýsingafulltrúi borgarinnar sem sagðist hafa gert mistök persónulega. Ég held að þetta sé nú með litlum hætti, ef nokkrum, skipulagt á Íslandi. Þetta er meira og minna sjálfsprottið. Meira og minna sömu einstaklingarnir. Að minnsta kosti, hefur ekki verið slík starfsemi á okkar vegum, eins og sjá má á þessari færslu Jóns Ragnars. Honum finnst skorta þar á.“

Umdeild færsla Jóns Ragnars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×