MÁNUDAGUR 23. JANÚAR NÝJAST 06:00

HM gefur okkur von um bjartari tíma

SPORT

Ekkert óeđlilegt viđ ađ fólk hćtti viđ ađ koma

 
Innlent
13:11 19. JANÚAR 2016
Upplýsingafulltrúi velferđarráđuneytisins segir ađ alltaf megi búast viđ ađ fólk sem bođin hefur veriđ búseta hér á landi hćtti viđ ađ koma.
Upplýsingafulltrúi velferđarráđuneytisins segir ađ alltaf megi búast viđ ađ fólk sem bođin hefur veriđ búseta hér á landi hćtti viđ ađ koma. VÍSIR/EPA

Alltaf má reikna með því að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma til landsins, segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins. Þrjár sýrlenskar fjölskyldur sem lýst höfðu áhuga á að setjast að á Íslandi og höfðu hér tryggt pláss hafa hætt við að koma.

Margrét segir að ekki sé um einsdæmi að ræða. „Ástæðurnar geta verið margvíslegar og tengjast bara persónulegum aðstæðum fólksins, sem geta verið ýmsar. Þetta er alls ekkert einsdæmi," segir hún.

Ein fjölskylda til viðbótar kemur ekki strax, þar sem í henni er barnshafandi kona. Hún reyndist ekki fær um að takast á við ferðalagið, og frestast því koma fjölskyldunnar um sinn.

Alls koma sex fjölskyldur hingað til lands síðdegis með flugi frá Beirút. Þær millilentu í París en tóku flugið til Keflavíkur klukkan 12.20. Áætlað er að þær lendi klukkan 15.50 í dag.

Í hópnum eru 13 fullorðnir og 22 börn. Yngsta barnið í hópnum er 10 mánaða og það elsta 18 ára. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim eru meðal annars starfsfólk frá utanríkisráðuneytinu og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ekkert óeđlilegt viđ ađ fólk hćtti viđ ađ koma
Fara efst