FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Ekkert nema harmleikir eftir ćvintýriđ mikla í úrslitakeppninni 2012

 
Körfubolti
08:30 16. MARS 2017
Ţađ hefur lítiđ gengiđ hjá Ţórsliđinu í úrslitakeppninni undanfarin ár.
Ţađ hefur lítiđ gengiđ hjá Ţórsliđinu í úrslitakeppninni undanfarin ár. VÍSIR/ERNIR

Óhætt er að segja að lítið hafi gengið hjá körfuboltaliði Þórs frá Þorlákshöfn eftir ævintýrið mikla í úrslitakeppninni 2012.

Þórsarar fóru alla leið í lokaúrslitin í úrslitakeppninni árið 2012 en það var fyrsta úrslitakeppni félagsins auk þess sem Þór var þá nýliði í Domino´s deildinni.  

Þór vann 6 leiki í úrslitakeppninni 2012 en varð að lokum að sætta sig við 3-1 tap á móti Grindavík í lokaúrslitunum. Síðan þá hefur Þórsliðið aðeins unnið samtals tvo leiki í úrslitakeppni á fjórum árum.

Þórsarar hefja sína sjöttu úrslitakeppni í kvöld þegar þeir sækja umrædda Grindvíkinga heim og vonast eftir því að lukkan fari nú að snúast með þeim á ný.  

Þórsarar hafa síðan ekki unnið seríu í úrslitakeppni undanfarin fjögur tímabili og það sem meira er liðið hefur tapað 11 af 13 leikjum sínum í átta liða úrslitunum undanfarin fjögur ár.

Þórsarar hafa meðal annars tapað 5 af 6 heimaleikjum sínum í þessum fjórum síðustu úrslitakeppnum sínum.

Það dugði Þórsliðinu ekki að komast í 1-0 á móti Haukum í fyrra því sigurinn í fyrsta leiknum á Ásvöllum dugði skammt því Haukarnir unnu þrjá næstu leiki og komust í undanúrslitin.

Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum undanfarin fjögur ár:
2013: Þór Þorl. 0-2 KR
2014: Grindavík 3-1 Þór Þorl.
2015: Tindastóll 3-0 Þór Þorl.
2016: Haukar 3-1 Þór Þorl.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ekkert nema harmleikir eftir ćvintýriđ mikla í úrslitakeppninni 2012
Fara efst