Innlent

Ekkert lát á skjálftavirkni í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Séð yfir Öskju, Bárðarbungu og Kverkfjöll
Séð yfir Öskju, Bárðarbungu og Kverkfjöll Vísir/GVA
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn mikil. Frá hádegi síðastliðinn föstudag hafa mælst 207 skjálftar við Bárðarbungu, þar af voru tveir skjálftar yfir 5 af stærð. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun.

Sigið í öskju Bárðarbungu heldur því áfram líkt og verið hefur undanfarið. Þá heldur eldgosið í Holuhrauni áfram eins og undanfarið en lítil skjálftavirkni hefur mælst við bergganginn og gosstöðvarnar síðan á föstudag.

Í dag berst gasmengun frá eldgosinu til suðvesturs. Mengunarinnar gæti því orðið vart frá svæðinu frá Skeiðarárjökli til Selfoss. Í kvöld gæti mengunin náð til höfuðborgarsvæðisins og út á Reykjanes.

Samkvæmt upplýsingum á vedur.is á vind að lægja í kvöld og á morgun er búist við froststillu á gosstöðvunum. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á háum styrk mengunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×