Innlent

Ekkert íslenskt makrílskip að veiðum í smugunni

Gissur Sigurðsson skrifar
Veiðarnar hafa gengið nokkuð vel og hefur aflinn verið hreinn makríll.
Veiðarnar hafa gengið nokkuð vel og hefur aflinn verið hreinn makríll. Vísir/óskar p. friðriksson
Ekkert íslenskt makrílskip er að veiðum í smugunni á milli Íslands og Noregs þessa stundina þar sem þau eru ýmist komin heim til löndunar eða á heimleið, en tvö skip eru á útleið.

Veiðarnar hafa gengið nokkuð vel og hefur aflinn verið hreinn makríll, en mikið hefur verið af síld í aflanum hér á heimamiðum.

Birgðir af frystum og 
óseldum  makrílafurðum halda áfram að hlaðast upp vegna innflutningsbannsins til Rússlands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×