Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í kröfur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá sýningu árið 2006. Hönnun ELM vakti um árabil athygli víða um heim.
Frá sýningu árið 2006. Hönnun ELM vakti um árabil athygli víða um heim. Fréttablaðið/Teitur
Engar eignir fundust upp í rúmlega 188,3 milljóna króna kröfur í þrotabú hönnunarfyrirtækisins ELM ehf.

Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í aprílbyrjun 2012 og lauk skiptum 10. þessa mánaðar.

ELM var stofnað árið 1999 og voru vörur hönnuðanna sem að fyrirtækinu stóðu seldar í um 140 verslunum víða um heim, en fyrirtækið rak einnig tvær verslanir, aðra í Reykjavík og hina í Ósló.

Auk hönnuðanna þriggja sem stofnuðu fyrirtækið átti fjárfestingarsjóður Auðar Capital hlut í fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×