Viðskipti innlent

Ekkert fékkst upp í 32 milljóna króna kröfur við gjaldþrot Pizza 67

ingvar haraldsson skrifar
Pizza 67 við Grensásveg var lokað eftir að rafmagnið var tekið af.
Pizza 67 við Grensásveg var lokað eftir að rafmagnið var tekið af. vísir/anton
Ekkert fékkst upp í 32,3 milljón króna kröfur við gjaldþrot P67 ehf., sem rak pítsastaði undir merkjum Pizza 67 í Grafarvogi og við Grensásveg. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Félagið var lýst gjaldþrota 20. maí og lauk skiptum 16. ágúst.

Pizza 67 opnaði í Grafarvogi  í desember árið 2014 og á Grensásveginum  sumarið 2015. 

Staðnum á Grensásvegi var lokað undir lok síðasta árs í kjölfar þess að rafmagnið var tekið af staðnum vegna ógreiddra rafmagnsreikninga.

Þá kvartaði Einar Hrafn Björnsson fyrrum starfsmaður Pizza 67, yfir ógreiddum launum, en hann sagði P67 skulda sér 950 þúsund krónur. „Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun og þurfum við ma að fá lán til þess að bókhald okkar gengi upp með tilheyrandi kostnaði. Ég á við hjartasjúkdóm að stríða sem allir 3 eigendur P67 ehf vissu en samt sem áður er þeim alveg sama þó ég sé að farast úr kvíða,“ sagði Einar.

Sjá einnig: Endurkoma Pizza 67: „Höfum þurft að ganga í gegnum helvíti“

Anton Traustason, eigandi P67, viðurkenndi að félagið skuldaði Einari og fleiri aðilum laun auk þess að ætti eftir að greiða verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum. Hann lagði áherslu á að öll laun yrðu greidd. Anton var einnig ósáttur við að Einar væri að tala fyrirtækið niður og fannst hlægilegt að hann bæri fyrir sig hjartveiki. „Hvað er hann að taka að sér þessa stöðu ef hjartað hans leyfir það ekki?“


Tengdar fréttir

Pizza 67 gjaldþrota

P67 átti í vandræðum með að greiða laun og rafmagnsreikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×