Enski boltinn

Ekkert Butt-lið á Brúnni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stórleikur 8-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fer fram á Stamford Bridge þar sem Chelsea tekur á móti Manchester United. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, fer með sína menn, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, á sinn gamla heimavöll.

Hann vill eflaust gleyma síðustu heimsókn þangað en í október á síðasta ári tapaði United 4-0 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en United hefur aðeins tapað tveimur leikjum í öllum keppnum síðan þá. Þrátt fyrir það situr liðið enn í 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur gengið allt í haginn en liðið er með 10 stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar.

 Antonio Conte, stjóri Chelsea, getur valið úr öllum sínum leikmönnum á meðan United er án síns markahæsta manns, Zlatans Ibrahimovic, sem tekur út fyrsta leikinn í þriggja leikja banninu sem hann fékk fyrir að gefa Tyrone Mings, leikmanni Bournemouth, olnbogaskot. Þá eru Anthony Martial og Wayne Rooney meiddir og Marcus Rashford veikur.

Mikið álag hefur verið á United að undanförnu en þrátt fyrir það ætlar Mourinho að stilla upp sterku liði í kvöld. „Við getum ekki spilað á Nicky Butt liði [Butt er þjálfari U-23 ára liðs United]. Félagið er of stórt. United er ríkjandi meistari,“ sagði Mourinho




Fleiri fréttir

Sjá meira


×