Íslenski boltinn

Ekkert bikarævintýri hjá KA-mönnum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingar eru komnir í 16 liða úrslit bikarsins.
Grindvíkingar eru komnir í 16 liða úrslit bikarsins. Vísir/Andri Marinó
1. deildarlið KA fór alla leið í undanúrslit Borgunarbikars karla í fyrra en KA-menn féllu á fyrstu hindrun í ár.

Grindavík sló KA út út 32 liða úrslitunum í kvöld með 1-0 sigri í leik liðanna í Grindavík.

Björn Berg Bryde var hetja Grindvíkinga í leiknum í kvöld en hann skoraði eina markið á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Grindvíkingar hafa byrjað tímabilið vel undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar en liðið er líka með fullt hús eftir þrjár umferðir í Inkasso-deildinni eftir sigra á Haukum, Hugin og Leikni F.

Óli Stefán tók við Grindavíkurliðinu af Tommy Nielsen en Grindvíkingar enduðu í 5. sæti í 1. deildinni í fyrra.

KA-menn slógu tvö Pepsi-deildarlið út í fyrrasumar og verðandi bikarmeistarar Vals þurftu þá vítakeppni til þess að slá þá út í undanúrslitunum.

KA-menn geta því farið að einbeita sér að því að koma liðinu aftur upp í úrvalsdeildina þar sem liðið hefur ekki verið síðan 2004. KA-menn hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í Inkasso-deildinni en eiga enn eftir að fagna sigri á útivelli í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×