FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:00

Blekking

SKOĐANIR

Eitthvađ skrítiđ í gangi í Grindavík

 
Körfubolti
06:00 05. MARS 2017
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni í 20. umferð Domino's deild karla á fimmtudaginn.

Eftir leikinn kvartaði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, yfir því að hans menn færu ekki eftir því sem þeim væri sagt að gera.

Bróðir Jóhanns, Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, talaði einnig tæpitungulaust og sagði að reynslumiklir leikmenn liðsins væru að hugsa um eitthvað allt annað en að spila körfubolta.

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um þessi ummæli Ólafssona og ástandið á Grindavíkurliðinu í þættinum á föstudaginn.

„Miðað við þessi viðtöl vantar einhverja sameiningu í þetta lið. Ef þetta er málið eru menn í sínum hornum. Og ef það er að gerast, á þessum tímapunkti, eru þeir í virkilega slæmum málum,“ sagði Hermann Hauksson.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Eitthvađ skrítiđ í gangi í Grindavík
Fara efst