Innlent

Eistnaflug fór alveg ljómandi vel fram

Atli Ísleifsson skrifar
Um tvö þúsund manns sóttu hátíðina í ár.
Um tvö þúsund manns sóttu hátíðina í ár. Vísir/Guðný Lára
„Hátíðin fór alveg ljómandi fram,“ segir Óskar Hallgrímsson, héraðslögreglumaður á Neskaupstað, um tónlistarhátíðina Eistnaflug sem lauk í nótt. „Það er næstum hægt að segja að það sé ekki nokkuð að frétta frá okkur eftir alla helgina.“

Óskar segir að starf lögreglu hafi fyrst og fremst snúist um ýmiss konar aðstoð við tónleikagesti. „Það eru tveir grunaðir um ölvunarakstur, en annað var það nú eiginlega ekki.“

Hann segir stemninguna í gærkvöldi og nótt hafa verið alveg frábæra. „Friður, ró og gleði en þó alveg hellings rokk. Það eru ekki margar útihátíðir þar sem eru um tvö þúsund manns á sem eru svona fínar, segir Óskar og bætir við að samstarf lögreglu, mótshaldara og gesta hafi verið alveg „príma“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×