ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 14:08

Aukin eftirspurn eftir athöfnum Siđmenntar

FRÉTTIR

Eistlendingur međ íslenska tengingu í Mosfellsbćinn

 
Handbolti
12:30 11. JANÚAR 2016
Mikk Pinnonen í leik međ Árósum.
Mikk Pinnonen í leik međ Árósum. VÍSIR/GETTY

Afturelding gengur frá samningi við nýjan leikmann í dag en Eistlendingurinn Mikk Pinnonen er búinn að samþykkja samning við Olís-deildarliðið.

„Það er allt klárt. Hann á bara eftir að skrifa undir í dag. Ég er einmitt að ná í hann núna út á flugvöll,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi í hádeginu.

Pinnonen er lágvaxinn leikstjórnandi, 180 cm á hæð, en sterkur maður á mann, að sögn Einars. Hann var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi en spilaði þar áður í Rúmeníu og Svíþjóð.

„Hann var barnastjarna í eistneskum handbolta svona eins langt og það nær. Hann var svo í yngri flokkunum hjá Aarhus og spilaði þar með meistaraflokknum,“ sagði Einar Andri.

„Hann er líka með íslenska tengingu. Hann átti íslenska kærustu og var með nokkrum strákum úr Aftureldingu í námi í Árósum þannig hann þekkir ágætlega til.“

Einar Andri sá Pinnonen fyrst þegar hann var að þjálfa '90-landsliðið fyrir fimm árum síðan en það mætti Eistum með Pinnonen í fararbroddi.

„Hann var alveg hrikalega öflugur þannig við reyndum að fá hann í FH. Svo losnaði hann bara hjá Dormagen í vetur og þannig kom þetta upp hjá okkur. Hann á að vera góður en við verðum bara að sjá hvernig hann aðlagast,“ sagði Einar Andri.

Afturelding, sem komst í úrslitarimmuna á Íslandsmótinu í fyrra, er í fjórða sæti Olís-deildarinnar þegar 18 umferðum er lokið. Einar segir þessi kaup skilaboð um að Mosfellingar ætli sér alla leið í vor.

„Það er klárt mál. Menn eru búnir að finna lyktina af þessu í Mosfellsbænum og ætla sér meira í vetur og á næstu árum. Þetta er viðleitni í að nálgast þrjú efstu liðin. Okkur langar svo sannarlega að vera með,“ sagði Einar Andri Einarsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Eistlendingur međ íslenska tengingu í Mosfellsbćinn
Fara efst