Innlent

Eiríkur Jónsson prófessor við HÍ

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eiríkur vakti athygli árið 2006 þegar hann fékk ágætiseinkunn frá Harvard-háskóla.
Eiríkur vakti athygli árið 2006 þegar hann fékk ágætiseinkunn frá Harvard-háskóla. Mynd/Hrönn
Eiríkur Jónsson, doktor í lögfræði frá Háskóla Íslands, hefur fengið stöðu prófessors við lagadeild skólans.

Þetta er samkvæmt ákvörðun rektors en hún er byggð á áliti dómnefndar og afgreiðslu framgangsnefndar Háskóla Íslands.

Eiríkur hefur starfað sem settur héraðsdómari og ritað þrjár bækur á sviði lögfræðinnar, auk þess að hafa skrifað á annan tug fræðigreina. Hann hefur einnig umsjón með kennslu við Lagadeild Háskóla Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×