Innlent

Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt

Jakob Bjarnar skrifar
Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það.
Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það.
Eiríkur Jónsson mun senn láta af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt, vikulegs glanstímarits þar sem fjallað er um fræga fólkið undir kjörorðunum að gera lífið skemmtilegra.

Samkvæmt heimildum Vísis kom þetta uppá með tiltölulega skömmum fyrirvara og óvænt. Hreinn Loftsson lögfræðingur og eigandi Birtings, útgáfufélags Séð og heyrt, stillti Eiríki upp við vegg og krafðist þess að hann legði niður vefinn Eirikurjonson.is sem Eiríkur hefur rekið samhliða ritstjórnarstörfum sínum á Séð og heyrt. Vefurinn mun löngum hafa verið þyrnir í augum Hreins en Eiríkur var þó ráðinn á sínum tíma, eða fyrir einu og hálfu ári, með vefinn sinn í farteskinu.

Eiríkur vildi ekki láta bjóða sér slíka afarkosti, harðneitaði og úr varð að hann hætti við svo búið. Eiríkur mun vinna út maímánuð og Hreinn því væntanlega að leita að nýjum ritstjóra um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×