Innlent

Eiríkur: Sameinumst um það sem við erum sammála um

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir auðvelt að finna atriði í stöðugleikasáttmálanum sem samvari ekki beint við stefnu og áherslur einstakra aðila og samtaka.

Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

„Sameinumst um það sem við erum sammála um og reynum að hrinda því í framkvæmd. Hættum að horfa á neikvæðu atriðin. Það er nóg af neikvæðum fréttum og vandamálum í kringum okkur en það er líka fullt af atriðum sem við erum sammála um," sagði Eiríkur á blaðamannfundinum í dag.

Eiríkur sagðist vona að samkomulagið muni leiða til betri kjara og þá um leið betra lífs. Hann sagði þó að á endanum yrði það sagan sem myndi dæma um hversu vel samkomulag reynist.






Tengdar fréttir

Búið að skrifa undir stöðugleikasáttmálann

Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum.

Viðbrögð helstu aðila: Sáttamáli um framfarir en ekki stöðnun

Fjölmargir aðilar koma að undirritun stöðugleikasáttmálans sem var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu rétt fyrir klukan tvö í dag. Við það tækifæri tjáðu ýmsir sig um samninginn og sagði Jóhanna Sigurðardóttir að um tímamótaviðburð væri að ræða. Aldrei hefði verið mikilvægara að undirrita slíkan sáttmálan en einmitt nú og hann væri lykilatriði í endurreisninni.

Jóhanna meinaði samningsaðilum að yfirgefa stjórnarráðið

Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum.

Viðræðum slitið fyrir annarra hönd

„Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×