Innlent

Eiríksgatan lokuð vegna olíuleka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slökkviliðið að störfum í dag.
Slökkviliðið að störfum í dag. visir/pjetur
Eiríksgata er sem stendur lokuð eftir af töluvert magn að olíu lak úr rútu sem var í götunni.

Þetta staðfestir starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Um er að ræða rauða tveggja hæða rútu sem notuð er í daglegar ferðir með ferðamenn um höfuðborgina.

Nú stendur yfir hreinsistarf á svæðinu en olían hafði dreift þó nokkuð úr sér og náði til að mynda alveg frá Hallgrímskirkju niður að Barónsstíg.

Mikil hálka getur hæglega myndast þegar olía blandast saman við rigningarvatn og því var nauðsynlegt að loka götunni.

Hér má sjá olíuna á Eiríksgötu.visir/pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×